Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Ljósm. tfk.

Mikill áhugi fyrir sjósundi í köldum Breiðafirði

Það hefur verið ákveðin vakning fyrir sjósundi hjá grundfirskum konum upp á síðkastið og hefur sérstakur hópur verið stofnaður fyrir baðferðirnar. Sigurborg Kr. Hannesdóttir í Grundarfirði var sú sem byrjaði á þessu og hreinlega fær ekki nóg af því að kæla sig í sjónum.

„Þetta byrjaði með því að ég prófaði að fara í sjósund í Stykkishólmi í ágúst í fyrra,“ segir Sigurborg í stuttu spjalli við Skessuhorn. „Þar fékk ég að kynnast þessari frábæru íþrótt sem sjósund er,“ bætir hún við. Sjósundið í Grundarfirði byrjaði 3. október síðastliðinn með heimsókn sjósundskvenna úr Stykkishólmi sem komu og kynntu íþróttina fyrir þessum áhugasömu konum og komu þeim af stað. „Við höfum flestar verið sextán og þá koma konur frá Ólafsvík, Staðarsveit og Stykkishólmi og syntu með okkur,“ segir Sigurborg. „Núna síðustu vikurnar höfum við verið sjö til átta að mæta en það er ákveðinn kjarni. Það eru alltaf að koma einhverjar nýjar með til að prófa og margar þeirra ætla að byrja á þessu í vor með okkur.“

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir