Strákarnir æfa fyrir leikinn í kvöld. Ljósm. ksí

Kostar 990 krónur að horfa á þegar Ísland mætir Ungverjalandi í kvöld

Karlalandsliðið í fótbolta mætir í kvöld Ungverjalandi í leik um sæti á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar. Leikurinn hefst kl 19:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á stöð 2 sport. Fyrir þá sem ekki hafa áskrift af stöð 2 sport er hægt að kaupa sérstaklega aðgang að leiknum fyrir 990 krónur í gegnum myndlykla og í vefsjónvarpi stöðvar 2.

Það lið sem hefur betur í leiknum verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi á EM næsta sumar. Liðin hafa mæst ellefu sinnum áður og hafa Íslendingar haft betur í þremur viðureignum en Ungverjar í sjö og einn leikurinn endaði með jafntefli. Íslendingar hafa samtals skorað ellefu mörk gegn Ungverjalandi en ungverska liðið 22 mörk í þessum viðureignum. Síðast mættust liðin á EM karla í Frakklandi 2016 og endaði leikurinn þá með 1-1 jafntefli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir