
Kirkjugarðurinn á Borg á Mýrum stækkaður
Nú er verið að leggja lokahönd á stækkun kirkjugarðsins á Borg á Mýrum, verkefni sem hófst vorið 2019. Að sögn Einars Óskarssonar, formanns sóknarnefndar, eru einungis smávægileg snyrtingarverkefni eftir. „Ég man ekki hvað það er langt síðan ég lét sjanghæa mig í að verða hérna sóknarnefndarformaður, en ókei – það gerðist, þá fer maður að beita sér í hlutunum,“ segir hann léttur í lund um aðdragandann að stækkun kirkjugarðarins.
Rætt er við Einar í Skessuhorni sem kom út í dag.