Jónína Eiríksdóttir. Hér stendur hún við hluta bókasafns Seðlabankans, en bankinn var með sjálfstætt safn innan sinna veggja allt þar til fyrir u.þ.b. tveimur árum, þegar stjórnendum bankans þótti sýnt að það væri ekki hlutverk seðlabanka að halda úti bókasafni. Bækur og tímarit í eigu bankans eru fallega innbundin verk, sem Landsbókasafnið nýtir bæði til að fylla í eyður eigin safnkosts og til varðveislu á fögrum umbúnaði. Ljósm. mm.

Allt frá sálmaskrám og tímaritum til bóka frá 1845

Jónína Eiríksdóttir er starfsmaður Varaeintakasafns Landsbókasafns Íslands sem staðsett er í Reykholti í Borgarfirði. Hún segir að sér líði vel í gamla skólahúsinu innan um allar þessar bækur, blöð og tímarit sem þar er að finna. „Bækurnar skapa mína stemningu og hér er afskaplega gott andrúmsloft. Ég ólst upp við mikinn bókakost á æskuheimilinu og mér hefur alla tíð liðið vel innan um bækur. Þannig má segja að það séu fyrir mig ákveðin forréttindi að fá að starfa við það sem veitir mér ánægju og gerir gagn. Hér fæ ég virkilega mína andlegu og faglegu næringu,“ segir Jónína.

Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja í heimsókn á vinnustað Jónínu undir lok síðustu viku. Þar stýrir hún mikilvægu hlutverki við varðveislu alls prentaðs efnis sem komið hefur út hér á landi frá 1845. Geymir safnið í Reykholti á annað hundrað þúsund titla og þar af leiðandi milljónir tölublaða.

Sjá opnuumfjöllun í Skessuhorni sem kom út í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir