
26 ný Covid smit í gær
26 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru 19 í sóttkví við greiningu eða 73%. Á landsvísu eru nú alls 542 í einangrun, 956 í sóttkví og 1.104 í skimunarsóttkví. Alls voru tekin 1.316 sýni í gær.
Á Vesturlandi fækkar þeim sem eru í sóttkví um sextán, úr 110 í 94. Þar eru nú 16 í einangrun og er það óbreytt frá því í gær; 14 á Akranesi og tveir í Borgarnesi.
Nýgengi innanlandssmita er nú 112,6 og nýgengi landamærasmita 10,4. 68 eru á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og þar af eru þrír á gjörgæslu.