Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri á Garðaseli tók við merkjunum frá Hallfríði Jónu Jónsdóttur formanni Lífar.

Öll börn fengu endurskinsmerki frá Lífarkonum

Á miðvikudaginn í síðustu viku fengu allir leik- og grunnskólanemar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit afhent endurskinsmerki frá Slysavarnadeildinni Líf á Akranesi. Fulltrúar frá Líf gátu í ljósi aðstæðna ekki afhent börnunum endurskinsmerkin í eigin persónu í þetta skiptið, svo það kom í hlut starfsmanna skólanna að útdeila þeim. Öll börn á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit ættu því nú að vera vel sjáanleg í skammdeginu, svo fremi sem þau festi merkin við yfirhafnir sínar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira