Lítil snjóhreinsun af vegum það sem af er hausti

Segja má að veðurguðirnir hafi verið Vegagerðinni hliðhollir þetta haustið. Ekki hefur þurft að fara margar ferðir til að hálkuverja eða að hreinsa snjó eða krapa á Snæfellsnesi. Síðastliðinn föstudag þurfti í annað skipti í haust að kalla út snjómokstursbíl á leiðinni milli Ólafsvíkur og Vatnaleiðar á Snæfellsnesi. Má telja það harla lítið ef miðað er við síðustu haust, en síðasta vetur þurfti að kalla bílinn út ellefu sinnum og veturinn 2018/19 þurfti hann að fara tólf sinnum á sama tímabili.

Líkar þetta

Fleiri fréttir