Framundan er árvekniátak í umferðinni

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað hefðbundinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember. Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir