Unnið að malbikun göngustígs við Krókalón. Ljósmyndir frg.

Göngustígur við Krókalón malbikaður

Í dag var unnið að lagningu bundins slitlags á göngustíg meðfram sjávarkambinum við Vesturgötu og Krókalón á Akranesi. Aðalverktaki er Skóflan hf. sem var lægstbjóðandi í verkið. Þrír buðu í verkið og reyndist tilboð Skóflunnar hagstæðast en það var um 6,6 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun. Það er malbikunarstöðin Hlaðbær Colas sem leggur malbikið. Stígurinn er um 750 metrar að lengd og liggur á milli athafnasvæðis Skagans og Ægisbrautar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir