Ljósm. Shutterstock.

Ætla að bæta hjúkrunarheimilum upp taprekstur

Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir fjárveitingu á fjáraukalögum til að koma til móts við hjúkrunarheimilin í landinu vegna viðvarandi taprekstrar. Stefnt er að slíku uppgjöri þegar rekstrarniðurstöður ársins liggja betur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þegar fullnægjandi upplýsingar frá hjúkrunarheimilunum liggja fyrir munu Sjúkratryggingar Íslands meta gögnin og afgreiða.“

Hluti sveitarfélaga í landinu hefur sagt upp þjónustusamningum um rekstur hjúkrunarheimila. Þá hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu undanfarin misseri ítrekað haldið fram að stjórnvöld hyggist ekki ætla að bæta hjúkrunarheimilum aukinn kostnað sem rekja megi til COVID-19 faraldursins. „Þetta gera þau [samtökin] þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Sjúkratryggingar Íslands hafa óskað eftir gögnum frá hjúkrunarheimilum þar sem sýnt er fram á hve hár þessi kostnaður er og í hverju hann er fólginn og stendur sú vinna enn yfir,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira