Ljóst er að miklar skemmdir eru innandyra í húsnæði Lavalands. Ljósmyndir/ tfk.

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Grundarfirði

Slökkvilið Grundarfjarðar og Ólafsvíkur voru kölluð út laust eftir klukkan 9 í morgun. Eldur var laus í iðnaðarhúsnæði við Nesveg 21 í Grundarfirði þar sem listsmiðjan Lavaland er til húsa. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp en það var vegfarandi sem tilkynnti um brunann. Þegar slökkviliðin mættu á svæðið var ekki mikill eldur í húsinu en mikill reykur og ljóst að töluverðar skemmdir eru af sóti, reyk og vatni. Trésmiðjan Gráborg er í sama húsi en eldurinn náði ekki að komast í það rými. Slökkvistarf gekk vel og lauk nú á ellefta tímanum. Unnið er við reykræsingu hússins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir