Þekkti ekki mömmu

Hrekkjavökur eru nú orðnar býsna almennar. Börn sem fullorðnir gera sér glaðan dag, búa sig upp og skreyta hús. Kennarar á yngsta stigi í Brekkubæjarskóla á Akranesi voru með þemað gamalt fólk, nemendum sínum til ánægju á hrekkjavöku undir lok síðustu viku. Þeirra á meðal var hún Tinna Steindórsdóttir. Sjálf á hún hálfs annars árs gamla dóttur sem var í leikskólanum á föstudaginn. Eftir skóladag kom móðirin í búningi Ömmu Zombie til að sækja dóttur sína en þá brá svo við að sú stutta þekkti ekki móður sína og harðneitaði að fara með þessari ókunnugu gömlu konu, jafnvel þótt hún væri sjálf í búningi leðurblöku! Ríghélt hún í leikskólakennarann og reynda að stinga af. Reyndar þekkti kennarinn ekki heldur konuna undir gervinu og spurði hæversk; „hvaða barn ert þú að sækja væna mín?“ Já, lífið er til að hafa gaman að því öðru hverju.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira