Soffía Guðrún er nýr félagsmálastjóri á Reykhólum

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps, að því er fram kemur í frétt á vef Reykhólahrepps. Hún tekur við starfinu af Guðrúnu Elínu Benónýsdóttur. Soffía Guðrún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1986 og hefur lokið B.A gráðu og M.A. gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A gráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands og B.A gráðu í félags- og þjóðfélagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina Bólstaðarhlíð 43 í Reykjavík, sem móttökuritari hjá landlæknisembættinu, skrifstofustjóri/læknaritari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlæknaembættið auk þess sem hún hefur starfað á sambýlum, í athvarfi fyrir geðfatlaða og á frístundaheimili. Hefur hún því víðtæka menntun og reynslu fyrir starf félagsmálastjóra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir