Nítján innanlandssmit í gær

Í gær greindust 19 með kórónuveiruna innanlands samkvæmt nýjum tölum á covid.is. Þar af voru tólf í sóttkví við greiningu. Alls eru 735 í einangrun vegna veirunnar og 1.414 í sóttkv.

78 liggja á sjúkrahúsi og eru fjórir þeirra á gjörgæslu. Á landamærunum greindust sjö með veiruna í gær. Nýgengi innanlandssmita er 177,8 og nýgengi landamærasmita er 18.

Á Vesturlandi eru 23 í einangrun vegna kórónuveirunnar, þar af eru 20 á Akranesi og þrír í Borgarnesi. 82 eru í sóttkví í landshlutanum, 75 á Akranesi, 5 í Borgarnesi, einn í Búðardal og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir