Brotist var inn í bát

Að morgni sunnudags barst lögreglu tilkynning um að brotist hefði verið inn í skipið Leyni SH-120 sem lá við bryggju í Stykkishólmi. Við athugun kom í ljós að rúða hafði verið brotin í skipinu. Talið var að farið hefði verið inn í skipið en í fljótu bragði virtist engu hafa verið stolið. Lyfjakista skipsins reyndist í lagi. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en unnið er að rannsókn, meðal annars með yfirferð á upptökum eftirlitsmyndavéla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir