Theódór Freyr Hervarson veðurfræðingur og verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands. Ljósm. úr safni/ jsb.

„Veðurstofa Íslands er stór og spennandi vinnustaður“

Veðurfar á Íslandi hefur í gegnum aldirnar mótað hugsunarhátt þjóðarinnar og haft mikil áhrif á búsetu, efnahag og lífsgæði. Óhætt er að fullyrða að það líði varla sá dagur að fullorðinn Íslendingur minnist ekki á veðrið og veðurhorfur með einhverjum hætti. Veðrið og veðurspár eru því stór þáttur í lífi okkar allra og hefur áhrif á margt í okkar daglega lífi. Veðurfræðingurinn og Skagamaðurinn Theodór Freyr Hervarsson hefur starfað hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 2001, eftir að hann kom frá námi í Noregi. Hann er því einn úr hópi veðurfræðinga og sérfræðinga sem kemur að því að færa okkur veðurspárnar daglega.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Tedda um starfið og hin mörgu verkefni sem falla undir hatt Veðurstofu Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir