Guðfinna Rúnarsdóttir fótaaðgerðafræðingur opnar fótaaðgerðastofu í Stykkishólmi. Ljósm. aðsend.

Skref í rétta átt í Stykkishólmi

Guðfinna Rúnarsdóttir opnar á næstu vikum nýja fótaaðgerðastofu í Stykkishólmi. Guðfinna hefur nýlega lokið námi í fótaaðgerðafræði og bíður eftir leyfi landlæknis til að hefja störf. „Um leið og ég fæ leyfið mun ég byrja að vinna á hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi og svo vonandi í lok mánaðarins get ég opnað stofu sem ég er að setja upp í bílskúrnum heima hjá mér. Nú stendur til að færa hjúkrunarheimilið í Stykkishólmi undir sama þak og Heilbrigðisstofnun Vesturlands og vonast ég til að fá aðstöðu þar. Ég vann áður hjá HVE í Stykkishólmi sem er dásamlegur vinnustaður,“ segir Guðfinna í samtali við Skessuhorn. „Mig langar mikið að geta sinnt öllu Snæfellsnesi en það er mikil vöntun á fótaaðgerðafræðingi hér á svæðinu. Það eru margir sem þurfa nefnilega að fara í meðferð hjá fótaaðgerðafræðingi reglulega. Það væri í raun eðlilegast við við myndum öll fara í eftirlit reglulega bara eins og við förum til tannlæknis,“ segir Guðfinna.

Nánar er rætt við Guðfinnu um væntanlega starfsemi hennar, í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir