Öðruvísi skemmtiatriði á Rökkurdögum

Rökkurdagar í Grundarfirði standa nú yfir og eru með töluvert óhefðbundnu sniði þetta árið. Heimsfaraldurinn setur strik í reikninginn og því þarf að hugsa aðeins útfyrir boxið. Fólk er hvatt til að takmarka samkomur og samneyti við aðra og helst að halda sig heima. Föstudagskvöldið 30. október síðastliðið voru skemmtilegir tónleikar frumsýndir á veraldarvefnum en þar komu fram grundfirskir listamenn sem fluttu yndisfagrar dægurperlur fyrir fólk sem gat notið þess í sófanum heima. Á meðfylgjandi mynd má sjá Þorkel Mána Þorkelsson organista Grundarfjarðarkirkju spila undir hjá Amelíu Rún Gunnlaugsdóttur og Runólfi Guðmundssyni afa hennar. Margir söngvarar komu fram á þessum tæplega klukkustundarlöngu tónleikum og ljóst að Grundarfjörður hefur að geyma marga listagóða söngvara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir