Krílakoti í Ólafsvík færðar góðar gjafir

Leikskólanum Kríubóli í Ólafsvík bárust góðar gjafir í sumar sem starfsmenn áhaldahúss Snæfellsbæjar hafa verið að setja upp og koma fyrir undanfarna daga. Ómar Lúðvíksson og Kay Wiggs eiginkona hans færðu leikskólanum fuglahús í tilefni af útskrift barnabarns þeirra af leikskólanum. Þess má geta að þegar fyrsta barnabarn þeirra útskrifaðist af leikskólanum færðu þau leikskólanum blómaker. Kvenfélag Hellissands afhenti við þetta sama tækifæri leikskólanum kofa sem unnið er við að setja upp þessa dagana og verður smíðaður pallur í kringum hann og munu starfsmennirnir í framhaldinu setja fuglahúsin upp.

Þeir Sölvi Guðmundsson og Rafnar Birgisson létu veðrið ekki á sig fá en það hefur verið rysjótt tíð að undanförnu. Foreldrafélagið Leikur færði leikskólanum húsgögn í kofann sem verður komið fyrir þegar búið er að ganga frá honum og verður gaman fyrir börnin að gefa fuglunum að borða og fylgjast með þeim í vetur auk þess að leika sér í vel búnum kofanum. Þessar gjafir eru góð viðbót á svæði leikskólans og ánægjulegt hversu vel fólk og félagasamtök hugsar til leikskólanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir