Fjölbrautaskóli Vesturlands. Heimavist nemenda fremst á mynd. Ljósm. mm

Krefjandi tímar hjá framhaldsskólanemum og kennurum

Eins og hjá öllum framhaldsskólanemum á landinu eru núverandi aðstæður afar krefjandi þegar nánast allt bóknám fer fram í fjarkennsluumhverfi og reynir því meira en nokkru sinni á einbeitingu og sjálfsstjórn nemenda. Þegar smitum fjölgaði hratt í samfélaginu í byrjun október, og hertar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi, var bóknám nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi flutt að nýju í fjarkennsluumhverfið með svipuðum hætti og var á síðustu vorönn. Þó er verknám enn í staðkennslu. Til að grennslast fyrir um nám á þessum fordæmalausu tímum heyrðum við hljóðið í Helenu Valtýsdóttur enskukennara í FVA og í Kötlu Kristínu Ófeigsdóttur væntanlegum útskriftarnema. Spurt er hvernig það hefur reynst að nota stafræna miðla við kennsluna og námið.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir