Hér er verið að festa Írisi að nýju. Ljósm. tfk.

Hremmingar í höfninni

Litlu munaði að hvalaskoðunarbáturinn Íris losnaði frá bryggju í Grundarfirði í mestu vindhviðunum í dag. Íris lá við Miðgarð þannig að vindurinn ýtti henni frá bryggjunni. Svo gefur spotti sig með þeim afleiðingum að framendi skipsins losnar frá. Það var einungis skjótum viðbrögðum eigenda og hafnarstarfsmanna að þakka að ekki fór verr. Þeir komust um borð í skipið og náðu að festa það að nýju og bæta fleiri landfestum við. Gul viðvörun er í gangi og til að mynda liggur togarinn Akurey við festar í Grundarfirði og bíður af sér veðrið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir