Gul viðvörun síðdegis og fram á kvöld

Eftir hádegi í dag og fram á kvöld er spáð suðvestan 18-23 m/s, með staðbundnum vindhviðum yfir 35 m/s, við Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gul viðvörun er því í gildi um tíma og fólk hvatt til að fylgjast með spá og veðurlýsingum. Aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er sömuleiðis bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira