Verkalýðsfélag Akraness flytur í vikunni

Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýtt skrifstofuhúsnæði Verkalýðsfélags Akraness við Þjóðbraut 1 á Akranesi. Að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns félagsins mun starfsemin verða flutt alfarið í nýtt húsnæði í lok þessarar viku. Skrifstofan mun svo verða opnuð á nýjum stað mánudaginn 9. nóvember. Vilhjálmur tók sérstaklega fram að skrifstofan verður lokuð á morgun fimmtudag og föstudaginn í þessari viku.

Að sögn Vilhjálms verður um algera byltingu að ræða í aðbúnaði starfsfólks og gesta. Núverandi húsnæði á mótum Merkigerðis og Sunnubrautar var orðið mjög þröngt enda aðeins um 100 fermetrar. Nýja húsnæðið er þrefalt stærra og ljóst að öll aðstaða verður mun betri og rýmri. Félagið á 100 ára afmæli árið 2024 og að sögn Vilhjálms er löngu tímabært að félagið komist í gott húsnæði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir