Mannbjörg er maður féll í Skorradalsvatn

Maður féll af sit-on-top kajak sínum í Skorradalsvatn á þriðja tímanum í dag. Neyðarlínu barst tilkynning um atvikið kl. 14:49. Félagi mannsins tilkynnti um slysið en hann komst ekki að félaga sínum vegna mikils vinds og ágjafar á vatninu. Maðurinn var vel búinn, í þurrgalla og flotvesti. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn og náðu manninum á þurrt. Lögregla og sjúkrabíll voru sömuleiðis kölluð á staðinn en ekki þurfti að flytja manninn á sjúkrahús þar sem hann sagðist vera við góða heilsu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir