Gísli Breiðfjörð Árnason afhendir hér Erlu Dís Sigurjónsdóttur, starfsmanni Héraðsskjalasafni Akraness, gögn frá Vörubílstjórafélaginu Þjóti. Ljósm. arg.

Gögn Þjóts komin á Héraðsskjalasafnið

Vörubílstjórafélagið Þjótur var stofnað á Akranesi 6. desember 1944 og var starfrækt allt fram yfir aldamótin. Einn af stofnendum félagsins var Árni Breiðfjörð Gíslason vörubílstjóri og sat hann í stjórn félagsins meira og minna frá stofnun og þar til hann hætti akstri fyrir aldurs sakir. Þegar starf félagsins lagðist af enduðu gögn, fundagerðir, bókhaldsgögn og fleira í fórum Árna og hélt hann vel utanum þau alla tíð. Árni féll frá árið 2002 og enduðu gögnin þá hjá Gísla B. Árnasyni syni hans og hafa verið þar síðan. Á fimmtudaginn síðastliðinn ákvað Gísli að afhenda Héraðsskjalasafni Akraness gögnin til varðveislu en um er að ræða fjórar fundagerðabækur sem spanna þann tíma sem félagið var virkt, auk annarra pappíra.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir