
Boðnir velkomnir til Borgarness á Akranesvelli
Styrktaraðilar fótboltans á Akranesi fá auglýsingaskilti upp við völlinn. Einn þeirra er verktakafyrirtækið Borgarverk sem býður jafnframt gesti velkomna í Borgarnes, enda eru höfuðstöðvar fyrirtækisins þar. Gárungar segja þetta sérlega skemmtileg skilaboð enda þekkt að nokkurs rígs gæti milli bæjanna.