Mikið gekk á fyrir utan Hrannarstíg 7 á sunnudaginn var. Ljósm. tfk.

Síðasti tökudagur í Grundarfirði

Tökulið frá Glassriver þurfti að stytta veru sína í Grundarfirði vegna hertra samkomutakmarkanna og síðastliðinn sunnudag var síðasti tökudagur þeirra í Grundarfirði. Þá var verið að taka útitökur við Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Grundarfirði. Þetta var því væntanlega síðasti dagurinn sem að takmarkað aðgengi var um götur Grundarfjarðar vegna tökumanna og leikara. Aðstandendur þáttanna Vitjanir reikna með að klára svo tökur í Reykjavík en þær eru flestar innandyra. Einhverjir starfsmenn verða þó eftir við frágang.

Líkar þetta

Fleiri fréttir