Dópaður ökumaður smitaði lögreglumenn af Covid-19

Laugardaginn 24. október sl. stöðvaði lögregla við reglulegt eftirlit bifreið við Hvalfjarðargöng. Við nánari athugun reyndist ökumaður undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Síðar kom í ljós að hann var smitaður af Covid-19. Þrátt fyrir að lögreglumennirnir væru með grímur og hanska og hefðu unnið samkvæmt varúðarráðstöfunum lögreglu eru þeir nú báðir smitaðir af Covid-19 og í einangrun ásamt fjölskyldum sínum og aðstandendum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir