Borgfirðingar sýna samhug

Um síðustu helgi tóku íbúar í Borgarbyggð sig saman og bjuggu til samstöðuhóp á Facebook undir nafninu „Samhugur í Borgarbyggð“. Tilgangur hópsins er að aðstoða þá sem á þurfa að halda nú á þessum erfiðu tímum þegar jólin fara að nálgast. Í gegnum hópinn er ætlunin að safna jólagjöfum, gjafabréfum og matarpökkum fyrir þá sem þurfa auk þess að aðstoða jólasveinana svo öll börn sveitarfélagsins fái örugglega gjafir um jólin. Óhætt er að segja að margir Borgfirðingar vilja standa saman á þessum tíma en 624 höfðu bæst í hópinn í gær og fór sú tala hratt vaxandi. Þeir sem vilja aðstoða um jólin geta fundið hópinn Samhugur í Borgarbyggð á Facebook og lagt sitt að mörkum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir