Fresta sölu Neyðarkalls til febrúar

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ákveðið að fresta árlegri sölu Neyðarkallsins til febrúar á næsta ári í ljósi samkomutakmarkana vegna Covid-19. Salan mun því að óbreyttu fara fram dagana 3. – 7. febrúar 2021. Sala Neyðarkallsins er ein stærsta fjáröflunarleið björgunarsveita landsins á hverju ári, auk sölu flugelda og nú upp á síðkastið stuðnings Bakvarða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir