Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

Tveir létust á síðasta sólarhring

Á síðastliðnum sólarhring létust tveir sjúklingar af Covid-19 á Landspítalanum. Báðir voru á níræðisaldri. Þá er fjöldi látinna úr sjúkdómnum hér á landi kominn í fimmtán á árinu. Alls greindust 24 með veiruna í gær og voru sjö þeirra ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu að mikilvægt væri að túlka daglegar sveiflur í fjölda smita með varkárni. Fá sýni hafi verið tekin síðasta sólarhringinn. Landspítalinn er nú á neyðarstigi. Inniliggjandi með Covid-19 eru 67 og tveir þeirra í öndunarvél á gjörgæsludeild.

Fjölgun á Akranesi

Hér á Vesturlandi hafði í gær, laugardag, fjölgað um fjóra í einangrun, eru nú 23, en voru 19 á föstudaginn. Sömuleiðis hefur tæplega tvöfaldast sá fjöldi sem er í sóttkví, en nú eru 109 á Akranesi í sóttkví. Tveir eru í sóttkví í Dalasýslu en enginn er í einangrun. Í Stykkishólmi eru nú tveir í sóttkví og einn í einangrun. Grundarfjörður er sem stendur laus við sóttkví og einangrun. Í Ólafsvík er einn í sóttkví en enginn í einangrun. Í Borgarnesi eru sjö í sóttkví og þrír í einangrun. Samtals eru því 121 í sóttkví á Vesturlandi öllu og 27 í einangrun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir