Stærsti úflutningsmánuður fiskeldisafurða frá upphafi

Útflutningsverðmæti eldisafurða á fiski nam tæpum fjórum milljörðum króna í september. Er hér um stærsta mánuð í útflutningi á eldisafurðum frá upphafi að ræða á alla mælikvarða. Það er verðmæta í krónum talið, verðmæta í erlendri mynt og í tonnum. Í krónum talið er um að ræða 182% aukningu frá september í fyrra. Aukningin er nokkuð minni í erlendri mynt út af veikingu á gengi krónunnar, en engu að síður hressileg, eða sem nemur 144%. Í tonnum talið er aukningin um 138%. Útflutningsverðmæti eldisafurða var 6,4% af verðmæti vöruútflutnings alls í september og hefur sú hlutdeild aldrei áður mælst hærri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir