Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósm. úr safni.

Valdís Þóra ráðin íþróttastjóri Leynis

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf íþróttastjóra Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Tekur hún við starfinu frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hún mun annast þjálfun í barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbsins, ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Í tilkynningu á vef Leynis segir að hún hafi skýra framtíðarsýn á starfið og sé reiðubúin að vinna að því að gera gott starf enn betra, með það að markmiði að koma iðkendum klúbbsins í fremstu röð.

Hjá Golfklúbbnum Leyni þekkir Valdís Þóra hvern krók og kima, enda hefur hún keppt undir merkjum hans allan sinn feril. Hún er afrekskylfingur til margra ára, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og sjö sinnum verið valin íþróttamaður Akraness, oftar en nokkur annar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir