Samið um rekstur laugar á Hlöðum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að semja við Aldísi Ýr Ólafsdóttur um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum næstu þrjú árin, frá 2021 til 2023. Hún hefur rekið laugina undanfarin tvö ár og hafði sóst eftir því halda því áfram næstu þrjú árin. Sveitarstjórn lýsti yfir ánægju sinni með það; „enda hefur samstarfið og reksturinn verið til fyrirmyndar undanfarin tvö ár,“ segir í fundargerð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir