Plægt fyrir ljósleiðara milli Hellissands og Gufuskála. Ljósm. Snæfellsbær.

Ljósleiðari lagður síðasta spölinn

Framkvæmdir eru hafnar við síðasta áfangann í ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Snæfellsbæjar. Um er að ræða lagningu ljósleiðara milli Hellissands og Gufuskála, en sveitarfélagið nýtur styrks frá Fjarskiptasjóði til verksins. Það er verktakinn Stafnafell ehf. í Staðarsveit em sér um að plægja fyrir ljósleiðaranum en Gunnar Hauksson hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Snæfellsbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir