Endurnýja búningsklefa

Tilboð voru opnuð í endurnýjun búningsklefa íþróttahússins á Jaðarsbökkum á Akranesi 13. október síðastliðinn. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á rúmar 22,9 milljónir króna. Tvö tilboð bárust og voru þau kynnt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar mánudaginn 19. október. Lægra boðið átti Skagaver ehf., upp á rétt tæplega 21,5 milljónir króna en GS Import bauð 24,5 milljónir rúmar. Sviðsstjóra var falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Skagaver ehf., að uppfylltum útboðskröfum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir