Ljósm. úr safni/ glh.

75 smit í gær

Alls greindust 75 ný innanlandssmit kórónuveirunnar í gær, skv. uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim voru 28 utan sóttkvíar við greiningu. Fimm smit greindust á landamærunum, en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar.

Í dag eru 64 á sjúkrahúsi vegna Covid-19 hér á landi, þar af fjórir á gjörgæslu. Í dag eru 996 í einangrun vegna veirunnar og 1.654 í sóttkví.

Nýgengi smita er nú 213 og hækkar lítillega frá því í gær, þegar það var 211,1.

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í Hörpu í dag, þar sem reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir verður kynnt.

Uppfært kl. 11:17:

Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn kl. 13:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir