Ljósm. úr safni/ kgk.

72 í sóttkví í landshlutanum

Nokkuð fjölgar í hópi þeirra sem sæta sóttkví á Vesturlandi milli daga. Í gær voru þeir 55 en í dag eru 72 í sóttkví í landshlutanum, og fjölgar þannig um 17. Flestir

Sé litið til starfssvæða einstakra heilsugæslustöðva breytist hún mest á Akranesi, þar sem fjöldi í sóttkví meira en tvöfaldast. Þar voru í gær 25 í sóttkví en í dag eru þeir 59, sem er fjölgun upp á 34 milli daga. Níu eru í sóttkví í Borgarnesi í dag, þrír í Stykkishólmi og einn í Ólafsvík. Á öðrum stöðum en Akranesi fækkar um samtals 17 í sóttkví og því er heildarfjölgun í sóttkví í landshlutanum 17 á milli daga.

Nú eru 23 í einangrun vegna Covid-19 á Vesturlandi og fjölgar heilt yfir um einn milli daga. Tveir bætast við á Akranesi þar sem nú eru 19 í einangrun, en fækkar úr fjórum í þrjá í Borgarnesi, auk þess sem einn er í einangrun í Stykkishólmi en var enginn í gær. Einn hefur lokið einangrun í Ólafsvík frá því í gær og þar er nú enginn í einangrun, rétt eins og í Búðardal og Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir