Að Nýp á Skarðsströnd. Ljósm. Studio Bua.

Verðlaunuð fyrir endurnýjun á Nýp

Arkitektastofan Studio Bua hefur hlotið verðlaun Bretlandsdeildar Arkitektafélags Bandaríkjanna (American Institute of Architechts UK Chapter) sem nýliði ársins. Verðlaunin hlýtur stofan fyrir endurnýjun húsakosts á Nýp á Skarðsströnd. Greint var frá valinu í gær.

Það voru hjónin Sumarliði Ísleifsson og Þóra Sigurðardóttir sem keyptu Nýp á Skarðsströnd árið 2001, en bærinn hafði þá verið í eyði frá því seint á sjöunda áratugnum. Undanfarin ár hafa þau rekið lítið gistiheimili á Nýp, samhliða því að vinna að endurreisn staðarins sem hefur staðið yfir frá því þau keyptu Nýp. Nú hefur Studio Bua hlotið verðlaun fyrir endurnýjunina á Nýp. Stofan er staðsett í London og Osló og geta má þess að ein þeirra sem stendur að stofunni er Sigrún Sumarliðadóttir arkitekt, en hún er einmitt dóttir þeirra Sumarliða og Þóru á Nýp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir