Smit kom upp á íþróttaæfingu

Covid-19 smit kom í gær upp á æfingu í íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi. „Um leið og upplýsingar bárust um smit var virkjuð aðgerðarstjórn samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum með fulltrúm Íþróttabandalagsins ÍA og Akraneskaupstað,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. „Smitrakning hefur farið fram og foreldrar viðkomandi hópa voru strax upplýstir ef barnið þurfti að fara í sóttkví, allt unnið samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum. Allt utanumhald og upplýsingagjöf til þeirra sem málið varðar er á höndum smitrakningateymis Almannavarna. Hreinsun hefur farið fram á húsnæðinu samkvæmt reglum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir