Fjörutíu og tvö smit í gær

Alls greindust 42 ný smit Covid-19 hér innanlands í gær, miðvikudaginn 28. október, skv. uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim sem greindust í gær voru 22 í sóttkví við greiningu. Rúmlega tvö þúsund sýni voru tekin.

1.005 manns sæta nú einangrun vegna Covid-19, samanborið við 1.062 í gær. Þá eru 1.730 í sóttkví í dag og fjölgar um rúmlega 60 síðan í gær.

Í dag eru 62 á sjúkrahúsi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir