Frá bílabíói NFSN síðastliðið fimmtudagskvöld. Ljósm. sá.

Bíó undir tunglskini og norðurljósum

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga reynir að halda úti virku félagslífi á þessum undarlegu tímum sem við lifum núna. Því var ákveðið að blása til bílabíós síðastliðið fimmtudagskvöld, 28. október. Nemendur komu akandi að Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit og horfðu þar saman á eina ræmu. Myndinni var varpað á vegg félagsheimilisins, sem stóð sig með prýði í hlutverki bíótjalds þessa kvöldstund. Hljóðrás kvikmyndarinnar var síðan útvarpað þannig að hver og einn gat stillt inn á hana í bílnum. Kom bíósýningin vel út og var vel heppnuð, í tungsljósi og norðurljósaskini, að sögn tíðindamanns Skessuhorns sem var á staðnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir