Akstur undir áhrifum kemur til kasta lögreglu nánast vikulega

Lögregla stöðvaði för ökumanns í Borgarfirði að kvöldi síðasta laugardags. Við nánari athugun reyndist ökumaður vera undir áhrifum áfengis. Ökumaður var handtekinn og síðan fékk mál hans hefðbundna meðmerð. Þá stöðvaði lögregla einnig för ökumanns á Akrafjallsvegi. Ökumaður svaraði jákvætt fyrir amfetamíni við fíkniefnapróf. Mál hans fékk á sama hátt hefðbundna meðferð þar sem í framhaldi er m.a. tekin blóðprufa.

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi eru ökumenn handteknir vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs nánast í hverri viku, heyrir til undantekninga ef svo er ekki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir