Talsverð hreyfing á fylgi flokka

MMR birti í dag frétt um nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokka. Samkvæmt henni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 21,9%, tæplega fjórum prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í september. Fylgi Samfylkingarinnar eykst um rúmlega tvö prósentustig og mælist nú 15,2% en fylgi Pírata minnkaði um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 13,5%. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og er nú 10,2%. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6% sem sömuleiðis er hækkun frá síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna dalar enn, mælist nú 8,3% en var 8,5% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 50,3% og minnkaði um tæpt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 51,0%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir