Kristín Ósk Halldórsdóttir. Ljósm. Karen Rut Finnbogadóttir.

Krósk flytur að Kirkjubraut á Akranesi

Kristín Ósk Halldórsdóttir kjólaklæðskeri flytur brátt verslunina Krósk og vinnustofu sína að Kirkjubraut 54 á Akranesi. Hún hefur undanfarin ár haft vinnustofu sína og litla verslun að Smiðjuvöllum 8. Þess utan var hún með verslun í félagi við aðra við Laugaveg í Reykjavík þangað til síðastliðið vor. „Vefverslunin var orðin svo stór að ég fór að velta því fyrir mér í vor hvort það væri þörf fyrir að vera með verslun í Reykjavík. Mig langaði helst bara að vera á Akranesi,“ segir Kristín Ósk. „Það er búið að vera mjög fínt að gera, bæði hérna á Skaganum og svo í vefversluninni, svo ég ákvað að í staðinn fyrir að fara aftur í bæinn myndi ég bara stækka við mig hérna,“ segir hún og bætir því við að hún hafi heillast af rýminu á Kirkjubrautinni. „Þetta er flott staðsetning og stærðin hentar mér mjög vel eins og rýmið er núna,“ segir Kristín Ósk. „Nú næ ég að sýna vörurnar mínar betur í stærra sýningarrými, það er skemmtilegra að taka á móti fólki í stærra og betra rými,“ bætir hún við, en Kristín stefnir að því að verða flutt á nýjan stað um miðjan nóvembermánuð.

Nánar er rætt við Kristínu Ósk í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir