Bjarki og Ingimar. Ljósm. frg.

Hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki óslitið í ellefu ár

Á hverju ári tekur Creditinfo saman lista yfir rekstur íslenskra fyrirtækja. Framúrskarandi fyrirtæki eru þau sem hafa sýnt fram á góðan og stöðugan árangur í rekstri. Í ár eru 842 fyrirtæki verðlaunuð á landsvísu, en það er um 2% af fyrirtækjum landsins. Á Vesturlandi voru þessi fyrirtæki 37 að þessu sinni. Efst á Vesturlandi raðast Vignir G. Jónsson ehf. á Akranesi en eitt fyrirtæki í landshlutanum hefur komist á listann öll þau ellefu ár sem úttekt Creditinfo hefur farið fram. Það er Bjarmar ehf. Meðfylgjandi mynd er af bræðrunum Bjarka og Ingimar Magnússonum, sem eiga og reka Bjarmar.

Nánar er fjallað um fyrirmyndarfyrirtækin í Skessuhorni sem kom í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.