Frá lagningu ljósleiðara í Hvalfjarðarsveit sumarið 2014. Ljósm. úr safni.

Fresta íbúakosningu að sinni

Ákveðið hefur verið að fresta íbúakosningu um sölu á ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar. Áður hafði kosningunni verið frestað í maí síðastliðnum, þar sem óvíst var talið hvort hæstbjóðandi stæði við tilboð sitt. „Aðdragandinnvar erindi frá Mílu í kjölfar greiningar Póst- og fjarskiptastofnunar sem orsakaði breytta stöðu Mílu um kaup á kerfinu en taldi fyrirtækið þó rétt að halda málinu opnu,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar frá í gær. Endanleg greining Póst- og fjarskiptastofnunar liggur þó ekki fyrir og óvíst er hvenær svo verður, að því er fram kemur í fundargerðinni. Þar með er staða Mílu óbreytt enn sem komið er.

Almenn íbúakosning um sölu á ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar á skv. sveitarstjórnarlögum að fara fram fyrir 16. desember næstkomandi, eða innan eins árs frá því að ósk um slíka kosningu berst. Í ljósi þess að staða væntanlegs kaupanda er óbreytt frá því í maí samþykkti sveitarstjórn að fresta íbúakosningunni að sinni. En komi til sölu á kerfinu verður boðað til íbúakosningar um málið áður en gengið verður frá sölunni, að því er fram kemur í samþykkt sveitarstjórnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.