Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Fjölgað um einn í einangrun en fækkun í sóttkví

Frá því í gær hefur fjölgað um einn á Vesturlandi sem eru í einangrun með Covid-19. Eru nú 21. Þar af eru 16 á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, fjórir í Borgarnesi og einn í Ólafsvík. Í sóttkví eru nú 58 á Vesturlandi og hefur fækkað um 14 frá í gær. Fimm eru í Búðardal, þrír í Stykkishólmi, einn í Grundarfirði, þrír í Ólafsvík, 18 í Borgarnesi og 28 á Akranesi. Þetta kemur fram í yfirliti Lögreglunnar á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir