Óskar Finnsson gröfustjóri hjá Borgarverki var að rippa og mylja Faxabrautina síðastliðinn sunnudag og lauk verkinu á tveimur dögum.

Faxabraut mulin niður

Framkvæmdir við nýjan grjótvarnargarð og uppbyggingu Faxabrautar á Akranesi eru nú hafnar af krafti. Borgarverk ehf. er verktaki við framkvæmdirnar. Umferð er nú beint um nýjan bráðabirgðaveg en gangandi og hjólandi verða að nýta aðrar hjáleiðir. Um liðna helgi var byrjað að taka upp steypuna í götunni og efnið malað í hæfilega grjótstærð. Það verður svo notað í uppfyllingu í nýjum og öflugri sjóvarnargarð sem byrjað er að hlaða upp. Þegar framkvæmdum lýkur verður gatan um tveimur metrum hærri en hún er nú. Að sögn Óskars Sigvaldasonar framkvæmdastjóra Borgarverks eru áætluð verklok síðla næsta sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.