Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

86 innanlandssmit í gær

Alls greindust 86 ný smit Covid-19 innanlands í gær, en alls voru tekin rúmlega þrjú þúsund sýni. Tíu greindust með virk smit á landamærunum í gær og eitt við seinni landamæraskimun. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar í tíu tilvikum.

Í dag eru 58 á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar, þar af einn á gjörgæslu.

Nú eru 1.062 eru í einangrun vegna Covid-19, eða 14 fleiri en í gær. Þá eru 1.667 í sóttkví og hefur fækkað verulega í þeim hópi frá því í gær, þegar 2.283 voru í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.